Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fjölskylduratleikur Fossbúa

  • 23.4.2020, Selfoss

Fossbúar fagna Sumardeginum fyrsta með því að bjóða fjölskyldum Árborgar í ratleik um Selfoss.

Leikurinn fer fram í gegnum Actionbound appið og byggir á ýmiskonar spurningum og verkefnum. Tengill að ratleiknum verður gerður aðgengilegur kl. 10 á sumardaginn fyrsta. Leikurinn verður öllum opinn næsta mánuðinn.

Leiðbeiningar:
Leikurinn notar appið Actionbound. Áður en lagt er af stað þarf að sækja appið. Einnig er gott að sækja leikinn og leyfa honum að hlaðast niður í símann áður en farið er út úr húsi, þannig sparast gagnamagn.
Ratleikurinn samanstendur af 35 staðsetningum, númeruðum auk þess sem staðsetning er við hverja stöð til aðstoðar.
Hvergi þarf að snerta neitt nema símann sem spilað er á.
Hægt er að byrja að spila leikinn á hvaða stöð sem er, hvort sem er í númeraröð eða aftur á bak. Þetta er gert til að minni líkur séu á að fjölskyldur í leiknum séu of þétt.
Við mælum hins vegar með að fylgja númeraröðinni, hvort sem spilað er aftur á bak eða áfram. Þannig næst haghvæmasti göngutúrinn.

Dæmi: Fjölskylda sem býr á Bankavegi myndi byrja á þraut nr. 17 og halda áfram þaðan.
Ekki þarf að spila allan leikinn í einu, hægt er að halda áfram síðar. Leikurinn verður virkur í mánuð.
Leiðin sem leikurinn leiðir ykkur í gegn er tæpir 4km og tekur um 2 klst!

Leikur fyrir yngstu börnin:
Ekki er víst að allra yngstu börnin hafi þolinmæði í svona langan leik. Því bjuggum við til lítinn leik til viðbótar. Sá leikur er í Hólahverfinu. Rúmlega 1 km og sjö spurningar sem henta leikskólabörnum. Sama gildir um þann leik að hægt er að spila stöðvarnar í hvaða röð sem er, aftur á bak eða áfram.

Mynd frá Fossbúar.

Tengill á viðburðinn           

 Actionbound appið

Facebook síða Fossbúa


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica