Samlestur og leiksmiðja | Leikfélag Selfoss
Við hjá Leikfélagi Selfoss bjóðum öll 14 ára og eldri hjartanlega velkomin á röð samlestra og leiksmiðjur í sambandi við sýningu vetrarins (english below).
Hvort sem þig langar til að stíga á svið eða taka þátt í starfi á bak við tjöldin við búninga, ljós, hljóð, leikmynd, miðasölu eða markaðssetningu þá er þetta frábært tækifæri til að taka þátt í skapandi ferli og læra eitthvað nýtt.
Við höfum fengið til liðs við okkur Rakel Ýr Stefánsdóttur leikkonu og leikstjóra og mun hún leikstýra sýningu vetrarins
Rakel Ýr er uppalin á Selfossi og starfaði með Leikfélagi Selfoss sem barn og unglingur. Hún hefur leikið í ýmsum uppfærslum og söngleikjum í Borgarleikhúsinu síðustu ár, til dæmis Emil í Kattholti, 9 Líf og Þétting hryggðar.
Við verðum með dagskrá í Litla leikhúsinu við Sigtún í fjóra daga/kvöld í næstu viku og það er hægt að mæta alla dagana eða bara þegar þú getur og ef þú hefur áhuga á að vera með en kemst ekki neinn af þessum dögum þá endilega láttu okkur vita á leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is.
En við hvetjum alla til þess að mæta á leiksmiðjuna þar sem farið verður í ýmsa leiklistarleiki ásamt æfingum til þess að mynda leikhóp fyrir komandi uppfærslu, auk þess að lesa úr þeim leikritum sem koma til greina.
Dagar og tímar:
- Sunnudagur 24. nóv kl. 12:00 - 16:00
- Þriðjudagur 26. nóv kl. 19:00 - 22:00
- Fimmtudagur 28. nóv kl. 19:00 - 22:00
- Laugardagur 30. nóv kl. 13:00 - 16:00
Hlökkum til að sjá ykkur öll
We at Leikfélag Selfoss Selfoss Theatre Company warmly welcome everyone aged 14 and older to a series of read-throughs and workshops in connection with this winter's production
Whether you want to step on stage or participate in behind-the-scenes work with costumes, lights, sound, set design, ticket sales, or marketing, this is a great opportunity to engage in a creative process and learn something new.
We have enlisted the help of actress and director Rakel Ýr Stefánsdóttir, who will direct this winter's production.
Rakel Ýr was raised in Selfoss and worked with Leikfélag Selfoss as a child and teenager. She has acted in various productions and musicals at Reykjavík City Theatre in recent years.
There will be a program at the Little Theatre at Sigtún for four days/evenings next week, and you can attend all days or just when you can. If you are interested in participating but cannot make it on any of these days, please let us know at leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is.
However, we encourage everyone to attend the workshop, where we will engage in various drama games and exercises to form a theatre group for the upcoming production, as well as read from the plays under consideration.
Dates and times:
- Sunday, November 24th from 12:00 PM to 4:00 PM
- Tuesday, November 26th from 7:00 PM to 10:00 PM
- Thursday, November 28th from 7:00 PM to 10:00 PM
- Saturday, November 30 th from 1:00 PM to 4:00 PM
We look forward to seeing you all