Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ | Eyrarbakki

  • 13.6.2020, 11:00 - 14:00, Eyrarbakki

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hefst við Rauða húsið og sem fyrr mun Kvennfélag Eyrarbakka halda utan um hlaupið.
3 km og 7,5 km

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Í ár er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt.

Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer sem fyrr segir fram þann 13. júní á yfir 80 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni.

Nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar birtast á www.kvennahlaup.is.

Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.

Frítt verður í sund í sundlaugum sveitarfélagsins fyrir alla þátttakendur kvennahlaupsins.


Viðburðadagatal

8.11.2025 - 10.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Felix Bergsson heimsækir Bókasafn Árborgar, les úr nýrri bók sinni og syngur með krökkunum!

Öll eru velkomin í gæða og gleðistund á bókasafninu, laugardaginn 8. nóvember kl. 11:00!

Sjá nánar
 

20.11.2025 Miðbær Selfoss Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi

Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

30.11.2025 Garðstún Kveikt á jólatré Eyrbekkinga

Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kveikjum við á jólatrénu á Eyrarbakka, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica