Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Skólaþing um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) - ATH breytt dagsetning

  • 15.3.2022, 20:00 - 21:30, Barnaskólinn | Stokkseyri

Þingið verður haldið í húsnæði BES á Stokkseyri þann 15. mars, milli kl. 20:00 og 21:30 og er fólk beðið að skrá sig til þátttöku, sjá neðar í texta.

  • Barnaskólinn á Stokkseyri

Starfsemi skólans á Eyrarbakka fer nú fram í bráðabirgðahúsnæði á Eyrarbakka þar sem húsnæði skólans er metið óviðunandi vegna myglu. 

Fyrir liggur að þörf er fyrir aukið húsnæði og aðstöðu fyrir íþróttakennslu. Tímabundin lausn á húsnæðisvanda skólans er í sjónmáli en vinna þarf að varanlegri lausn í samráði við íbúa, notendur þjónustunnar og starfsmenn.

Í kjölfar þess að alvarleg mygla greindist í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka er húsnæðið ónothæft og ólíklegt að hægt sé að gera við það. Fleiri áskoranir blasa við skólastarfinu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri því að mygla fannst í gamla skólahúsnæðinu á Stokkseyri, sem talsvert hefur verið notað í skólastarfi. Að auki liggur fyrir dyrum að hanna og byggja íþróttahús sem lengi hefur verið beðið eftir á Stokkseyri. Nú er því gullið tækifæri til að leita samráðs um ákjósanlega skipan skólastarfs og skólahúsnæðis BES.

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að fá RR ráðgjöf til að leiða samráðsferli vegna framtíðar skólahúsnæðis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Þetta samráðsferli hefst með opnum íbúafundi þann 8. mars næstkomandi og mun það fara fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. 

Gert er ráð fyrir þremur samráðsfundum, þ.e. opnum íbúafundi, samráðsfundi með nemendum og forráðamönnum og samráðsfundi með starfsmönnum. 

Að kynningu lokinni eru umræður í hópum. Gert er ráð fyrir að hver fundur taki 1,5 klst. 

Á fundunum skrifa ritarar niður þau sjónarmið og tillögur sem fram koma í umræðunum. Að auki verður þátttakendum boðið að senda inn ábendingar, athugasemdir og tillögur með rafrænum hætti. Að fundi loknum verður unnið úr þeim upplýsingum sem koma fram.

Samhliða er nú unnið að tímabundinni lausn sem nýst getur frá næsta hausti. Varanleg lausn ætti mögulega að geta verið fullbúin eftir 3 - 5 ár.

Dagskrá | 15. mars. 

  • Opnun og útskýring á fyrirkomulagi fundar.
  • Erindi | Hvað einkennir gott skólastarf - Magnús Þór Jónsson verðandi formaður kennarasambandsins (KÍ), og fyrrum skólastjóri á Snæfellnesi og í Seljaskóla.
  • Umræður í hópum.

Skráning þátttöku | 15. mars


Viðburðadagatal

15.11.2025 Litla Leikhúsið Samlestur á Skilaboðaskjóðunni

Við hjá Leikfélagi Selfoss bjóðum öll 15 ára og eldri, hjartanlega velkomin á samlestur og leiksmiðju í sambandi við Skilaboðaskjóðuna sem verður sett upp eftir áramót.

Sjá nánar
 

15.11.2025 Íþróttahúsið Laugarvatni Tónlistarskóli Árnesinga 70 ára – stórtónleikar á Laugarvatni

Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust. Í tilefni þessara tímamóta verða haldnir afmælis-hátíðartónleikar þann 15. nóvember kl. 14:00, í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

Sjá nánar
 

16.11.2025 Litla Leikhúsið Samlestur á Skilaboðaskjóðunni

Við hjá Leikfélagi Selfoss bjóðum öll 15 ára og eldri, hjartanlega velkomin á samlestur og leiksmiðju í sambandi við Skilaboðaskjóðuna sem verður sett upp eftir áramót.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica