Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Stóri plokkdagurinn 2021

 • 24.4.2021 - 26.4.2021, Sveitarfélagið Árborg

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. 

Pokar til að tína rusl í verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í stórsekki á sömu stöðum ásamt fleiri stöðum, sjá lista og kort hérna fyrir neðan.

Sekkirnir verða fjarlægðir kl. 13:00 og eftir það má losna við pokana á gámasvæðinu við Víkurheiði, sem er opið frá kl. 10:00 - 17:00. Einnig verður hægt að skila af sér plokki endurgjaldslaust á gámasvæðinu við Víkurheiði mánudaginn 26. apríl nk.

Laugardaginn 24. apríl 2021 frá kl. 10:00 - 13:00 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:

 • Eyrarbakki
  Við sjoppuna.
 • Stokkseyri
  Við sjoppuna.
 • Selfoss
  Sunnan við Ráðhús Árborgar.
  Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði).
  Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið.
 • Leikskólar Árborgar

Eftir 10:00 á laugardag má losa sig við afraksturinn á gámsvæðinu Víkurheiði til klukkan 17:00 og einnig mánudaginn 26. apríl.

Sveitarfélagið Árborg


Viðburðadagatal

Sigurdurnr1b

27.3.2021 - 30.5.2021 Byggðasafn Árnesinga Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

Sigurður Kristjánsson (1896 - 1977) kaupmaður á Eyrarbakka var áhugaljósmyndari sem tók myndir af sínu nánasta umhverfi hvort sem það var fjölskyldan, heimilið, þorpið eða hátíðarhöld.

Sjá nánar
 

24.4.2021 - 26.4.2021 Sveitarfélagið Árborg Stóri plokkdagurinn 2021

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica