Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Stóri plokkdagurinn 2021

  • 24.4.2021 - 26.4.2021, Sveitarfélagið Árborg

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. 

Plokk-dagurinn-logoPokar til að tína rusl í verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í stórsekki á sömu stöðum ásamt fleiri stöðum, sjá lista og kort hérna fyrir neðan.

Sekkirnir verða fjarlægðir kl. 13:00 og eftir það má losna við pokana á gámasvæðinu við Víkurheiði, sem er opið frá kl. 10:00 - 17:00. 

Einnig verður hægt að skila af sér plokki endurgjaldslaust á gámasvæðinu við Víkurheiði mánudaginn 26. apríl nk.

Laugardaginn 24. apríl 2021 frá kl. 10:00 - 13:00 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:

  • Eyrarbakki
    Við sjoppuna.
  • Stokkseyri
    Við sjoppuna.
  • Tjarnabyggð
  • Selfoss
    Sunnan við Ráðhús Árborgar.
    Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði).
    Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið.
  • Leikskólar Árborgar

Eftir 10:00 á laugardag má losa sig við afraksturinn á gámsvæðinu Víkurheiði til klukkan 17:00 og einnig mánudaginn 26. apríl.

 

Góð ráð fyrir Plokkið um helgina

PLOKKUM Í SAMKOMUBANNIPlokk-dagurinn-hring

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nærsamfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
  • Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
  • Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

 Gott plokk Sveitarfélagið Árborg


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

2.4.2024 - 25.4.2024 Myndlistarfélag Árnessýslu Myndlist 40-4 | apríl

Myndlistarfélag Árnessýslu býður öllum áhugasömum að taka þátt í opnum vinnustofum og örnámskeiði í apríl.

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica