Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Styrkleikarnir 2022

  • 30.4.2022 - 1.5.2022, Íþróttasvæðið við Engjaveg - UMF Selfoss

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á íþróttasvæðinu á Selfossi frá hádegi 30.apríl til hádegis 1.maí árið 2022.

Viljið þið taka þátt í Styrkleikunum?

Hvað eru Styrkleikarnir?

Styrkleikarnir er sólarhringsviðburður sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini, fólk sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Viðburðurinn snýst um að styðja við, heiðra og minnast þeirra sem fengið hafa krabbamein. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum Relay for Life og eru 30 lönd sem halda viðburðinn í sinni heimabyggð.

Nánar um Styrkleikana

Hvenær eru Styrkleikarnir?

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á íþróttasvæðinu á Selfossi frá hádegi 30.apríl til hádegis 1.maí árið 2022.

Hverjir geta tekið þátt?

Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki. Fjölskyldur, fyrirtæki/starfsmannafélög, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Þetta er ekki hlaup í eiginlegri merkingu heldur snýst þetta um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Verði úr að þið skráið lið mun liðsstjórinn fá frekari upplýsingar og hagnýt ráð fyrir sólarhringinn, skipulag hans og hvernig hægt er að halda utanum liðið sitt svo upplifunin verði sem innihaldsríkust.

Gerast sjálfboðaliði?

TAKA ÞÁTT

Styrkleikarnir eru haldnir af sjálfboðaliðum til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

14.12.2025 Gamla kartöflugeymslan á Eyrarbakka Jólajazz í Gömlu kartöflugeymslunni

Öll hjartanlega velkomin á hlýlega jólatónleika í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka þann 14.desember kl. 20:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica