Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumarlestur Bókasafns Árborgar

  • 16.6.2020, Austurvegi 2

Sumarlestur hefur verið haldinn í júní á hverju ári, frá árinu 1993 og er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.- 5. bekk.

  • Sumarlesturnr03

Sumarlestur hefur verið haldinn í lok hvers skólaárs frá árinu 1993 í Bókasafni Árborgar. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.– 5. bekk, þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðunin er að þau séu orðin stautfær í lestri.

Á hverju ári fær bókasafnið á Selfossi til sín höfunda barnabóka eða annað fólk með skemmtilega fyrirlestra fyrir börnin. Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmst fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.

Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.

Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og örva lestur bóka.

Í sumar er þemað EGYPTALAND

Nánar um sumarlestur á vefsíðu Bókasafns Árborgar, www.bokasafn.arborg.is

Myndirnar eru frá sumarlestri 2019, þar sem þemað var Risaeðlur.

  • Sumarlesturnr01
  • Sumarlesturnr02
  • Sumarlesturnr03

Viðburðadagatal

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

24.12.2025 Hvítasunnukirkjan Selfossi Hátíðarsamkoma

Hátíðarsamkoma verður haldin kl. 16.30 á aðfangadag í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi

Sjá nánar
 

28.12.2025 Samkomuhúsið Staður Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

Verður haldið á Stað þann 28. desember 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica