Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumarlestur Bókasafns Árborgar

  • 30.6.2020, Austurvegi 2

Sumarlestur hefur verið haldinn í júní á hverju ári, frá árinu 1993 og er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.- 5. bekk.

  • Sumarlesturnr01

Sumarlestur hefur verið haldinn í lok hvers skólaárs frá árinu 1993 í Bókasafni Árborgar. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.– 5. bekk, þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðunin er að þau séu orðin stautfær í lestri.

Á hverju ári fær bókasafnið á Selfossi til sín höfunda barnabóka eða annað fólk með skemmtilega fyrirlestra fyrir börnin. Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmst fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.

Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.

Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og örva lestur bóka.

Í sumar er þemað EGYPTALAND

Nánar um sumarlestur á vefsíðu Bókasafns Árborgar, www.bokasafn.arborg.is

Myndirnar eru frá sumarlestri 2019, þar sem þemað var Risaeðlur.

  • Sumarlesturnr01
  • Sumarlesturnr02
  • Sumarlesturnr03

Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

5.7.2025 - 6.7.2025 Stokkseyri Bryggjuhátíð Stokkseyri 2025

Bryggjufjör, Nammi bræður, BMX Brós, Klifurveggur, Leikhópurinn Lotta - Hrói Höttur, Draugabarinn opinn, Markaður og margt fleira! Sjá nánar um dagskrá Bryggjuhátíðar.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica