Sumarlestur Bókasafns Árborgar

  • 30.6.2020, Austurvegi 2

Sumarlestur hefur verið haldinn í júní á hverju ári, frá árinu 1993 og er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.- 5. bekk.

  • Sumarlesturnr01

Sumarlestur hefur verið haldinn í lok hvers skólaárs frá árinu 1993 í Bókasafni Árborgar. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.– 5. bekk, þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðunin er að þau séu orðin stautfær í lestri.

Á hverju ári fær bókasafnið á Selfossi til sín höfunda barnabóka eða annað fólk með skemmtilega fyrirlestra fyrir börnin. Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmst fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.

Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.

Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og örva lestur bóka.

Í sumar er þemað EGYPTALAND

Nánar um sumarlestur á vefsíðu Bókasafns Árborgar, www.bokasafn.arborg.is

Myndirnar eru frá sumarlestri 2019, þar sem þemað var Risaeðlur.

  • Sumarlesturnr01
  • Sumarlesturnr02
  • Sumarlesturnr03

Viðburðadagatal

20.6.2020 - 31.7.2020 14:00 - 17:00 Samkomuhúsið Staður Landslag, fólk og fuglar

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 20. júní kl. 14:00

Sjá nánar
 
160104132919-2

3.7.2020 - 26.7.2020 Gallery Stokkur Heima - Ljósmyndasýning | Hanna Siv Bjarnardóttir

Hanna Siv Bjarnardóttir heimsótti nokkra af eldri íbúum Stokkseyrar. Í stuttri heimsókn er hægt að komast að ýmsu um manneskjuna sem þar býr en heimilið endurspeglar persónuleika og sögu fólks.

Sjá nánar
 

6.8.2020 - 9.8.2020 Selfoss Sumar á Selfossi

Sumar á Selfossi fer fram aðra helgina í ágúst ár hvert, frá fimmtudegi til sunnudags. Laugardagurinn hefst með morgunverðarhlaðborði í stóra tjaldinu í miðbæjargarðinum á Selfossi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica