Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumarsmellur á Selfossi

  • 4.7.2020, 14:00 - 17:00, Sumarhúsið og garðurinn

Hjartanlega velkomin á fjörlegan sumarmarkað Sumarhússins og garðsins í lystigarðinum við Fossheiði 1.

  • Markadur_IMG_3150

Í lystigarðinum hjá Sumarhúsinu og garðinum að Fossheiði 1 standa þau Auður I. Ottersen og Páll Jökull Pétursson fyrir fjörlegum sumarmarkaði þar sem til sölu verður grænmeti, fjölærar jurtir, blómplöntur, blómaker frá Steinasteini og gróðurhús í fullri stærð! 

Laugardaginn 4. júlí er fjórði markaðurinn á þessu sumri og verður boðið uppá tangósveiflu. Svanlaug Jóhannesdóttir flytur argentískar tangóballöður undir harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur kl 14:30. Screen-Shot-2020-06-29-at-17.07.18

Markaðurinn er opinn frá kl. 14:00 - 17:00

  • _MG_6067
  • Steinasteinn_ker_APC_0105
  • _MG_6087

Gestgjafar á markaðnum verða að þessu sinni, auk Auðar og Páls Jökuls, garðyrkjufræðingarnir Helga Thorberg og Petra Stefánsdóttir.


Viðburðadagatal

13.1.2026 - 13.2.2026 Listagjáin Vöxtur - Berglind Ragna opnar sýningu í Listagjánni

Myndlistarsýningin „Vöxtur“ opnaði í gær og verður í Listagjánni til 13. febrúar 2026. Hana má bera augum á opnunartíma Bókasafns Árborgar Selfossi. 

Sjá nánar
 

19.1.2026 - 19.2.2026 Sundhöll Selfoss Jói Fel í Sundhöll Selfoss

Myndlistarsýning Jóa Fel stendur yfir frá 19. janúar - 19. febrúar.

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica