Sumarsmellur á Selfossi

  • 4.7.2020, 14:00 - 17:00, Sumarhúsið og garðurinn

Hjartanlega velkomin á fjörlegan sumarmarkað Sumarhússins og garðsins í lystigarðinum við Fossheiði 1.

  • Markadur_IMG_3150

Í lystigarðinum hjá Sumarhúsinu og garðinum að Fossheiði 1 standa þau Auður I. Ottersen og Páll Jökull Pétursson fyrir fjörlegum sumarmarkaði þar sem til sölu verður grænmeti, fjölærar jurtir, blómplöntur, blómaker frá Steinasteini og gróðurhús í fullri stærð! 

Laugardaginn 4. júlí er fjórði markaðurinn á þessu sumri og verður boðið uppá tangósveiflu. Svanlaug Jóhannesdóttir flytur argentískar tangóballöður undir harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur kl 14:30. Screen-Shot-2020-06-29-at-17.07.18

Markaðurinn er opinn frá kl. 14:00 - 17:00

  • _MG_6067
  • Steinasteinn_ker_APC_0105
  • _MG_6087

Gestgjafar á markaðnum verða að þessu sinni, auk Auðar og Páls Jökuls, garðyrkjufræðingarnir Helga Thorberg og Petra Stefánsdóttir.


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

2.4.2024 - 25.4.2024 Myndlistarfélag Árnessýslu Myndlist 40-4 | apríl

Myndlistarfélag Árnessýslu býður öllum áhugasömum að taka þátt í opnum vinnustofum og örnámskeiði í apríl.

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica