Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumarsmellur á Selfossi

  • 4.7.2020, 14:00 - 17:00, Sumarhúsið og garðurinn

Hjartanlega velkomin á fjörlegan sumarmarkað Sumarhússins og garðsins í lystigarðinum við Fossheiði 1.

  • Markadur_IMG_3150

Í lystigarðinum hjá Sumarhúsinu og garðinum að Fossheiði 1 standa þau Auður I. Ottersen og Páll Jökull Pétursson fyrir fjörlegum sumarmarkaði þar sem til sölu verður grænmeti, fjölærar jurtir, blómplöntur, blómaker frá Steinasteini og gróðurhús í fullri stærð! 

Laugardaginn 4. júlí er fjórði markaðurinn á þessu sumri og verður boðið uppá tangósveiflu. Svanlaug Jóhannesdóttir flytur argentískar tangóballöður undir harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur kl 14:30. Screen-Shot-2020-06-29-at-17.07.18

Markaðurinn er opinn frá kl. 14:00 - 17:00

  • _MG_6067
  • Steinasteinn_ker_APC_0105
  • _MG_6087

Gestgjafar á markaðnum verða að þessu sinni, auk Auðar og Páls Jökuls, garðyrkjufræðingarnir Helga Thorberg og Petra Stefánsdóttir.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica