Teikning er eðlileg | Listasmiðja með Michelle Bird
Miðvikudaginn 30. apríl verður Michelle Bird með listasmiðju á Bókasafni Árborgar, Selfossi. Ókeypis og fyrir alla aldurshópa.
Vertu með og æfðu þig í að teikna með listakonunni Michelle Bird
Michelle er með sýningu í Listagjánni, Bókasafni Árborgar, út apríl. Michelle hefur mikla reynslu af teikna og mála og vill með listasmiðjunni sýna hve auðvelt og skemmtilegt það er að teikna. Teikning er dásamleg leið til að tjá hugmyndir, drauma eða heiminn í kringum okkur.
Allir aldurshópar eru velkomnir
Athugið að það þarf að skrá sig á litasmiðjuna, þar sem hámark þátttaenda eru 10.
Þátttakendur skrá sig með því að senda póst á afgreidsla@arborg.is
Michelle Bird starfar í Gallerí Listaseli og er með myndlistarstofu á Fljótshólum í Flóahreppi.
michellebird.com | couragecreativityiceland.com