Ferðahöfn Vesturfara - Vígsla á nýjum minningabekk við Byggðasafn Árnesinga
Samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Árborgar, Byggðasafns Árnesinga og Icelandic Roots
Þann 29. ágúst 2025 verður vígsla á nýjum minningabekk við Byggðasafn Árnesinga, Húsið, á Eyrarbakka. Icelandic roots hefur unnið í samstarfi við safnið að platta á bekkinn til heiðurs Íslendingum sem fluttust burt til Norður Ameríku á árunum 1854 - 1914.
Dagskrá vígslunnar:
kl 14:00 | Vígsla við Byggðasafn Árnesinga | Húsið á Eyrarbakka | |
kl 14:20 | Kynning frá Icelandic Roots | Samkomuhúsið Staður | |
kl 15:00 | Lokið |
Icelandic Roots er átthagafélag sem varðveitir tengsl, tungumál og menningararf Íslendinga í Vesturheimi. Félagið hefur veg og vanda af þessum minningarbekk.