Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Verndarsvæði í byggð | AFLÝST

  • 29.3.2021, 20:00 - 22:00, Vefviðburður

Ákveðið hefur verið að fresta kynningarfundi um Verndarsvæði í byggð þar til samkomutakmarkanir verða rýmkaðar í lágmark 50 manns á ný. Þá er stefnt að halda kynningarfund í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Við biðjum velvirðingar á þessari frestun, en vonumst til að sjá sem flesta á Stað, þegar að færi gefst.

  • Eyrarbakki-Tillaga-verndarsv-03-10

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka. Á grundvelli þess mats, sem fram kemur í greinargerð verkefnisins, leggur bæjarstjórn til að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka, sem samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 fellur undir hverfisvernd, fái stöðu verndarsvæðis í byggð. Svæðið er um 28 ha að stærð og nær yfir elsta hluta Eyrarbakka þar sem flest hin svokölluðu aldamótahús standa og voru byggð út frá jörðunum Einarshöfn, Skúmsstöðum og Háeyri.

Markmið kynningarfundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þá vinnu sem liggur orðið fyrir í formi greinargerðar og tillögu fyrir verkefnið ”Eyrarbakki - Verndarsvæði í byggð

Fundinum verður streymt í gegnum fésbókarsíðu sveitarfélagsins og þar verður jafnframt tekið á móti spurningum. Hægt er að senda spurningar fyrir kynningarfundinn beint til Helgu Maríu, helga.maria@arborg.is

Nánar um Verndarsvæði í byggð

Sveitarfélagið Árborg


Viðburðadagatal

18.11.2024 - 15.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Batamerki | Listagjáin

Jóna Björk Jónsdóttir sýnir akrílmálverk í Listagjánni frá 18. nóvember til 15. desember.

Sjá nánar
 

1.12.2024 - 17.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Alþjóðleg herferð Amnesty International 2024

Taktu þátt í alþjóðlegri herferð Amnesty International og skrifaðu undir áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti.

Sjá nánar
 

5.12.2024 - 31.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Einstakar Biblíur | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Frá 5. - 31. desember gefst gestum tækifæri til að sjá sjaldgæfar prentaðar útgáfur úr Eiríkssafni, þar á meðal Guðbrandsbiblíu frá 1584.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica