Allir skólar með nýja vefi
Vinna við endurnýjun á vefsvæðum leik og grunnskóla Árborgar hefur verið í vinnslu frá í sumar. Barnaskólinn reið á vaðið með sína síðu snemma í haust og nú hafa allir skólavefir fengið uppfært útlit.
Við vonum svo sannarlega að vefirnir þjóni notendum sínum sem best með nýrri framsetningu og einfaldara viðmóti. Hér kemur listi yfir vefina.
Grunnskólavefir:
Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkseyri
Sunnulækjarskóli
Vallaskóli
Leikskólavefir:
Álfheimar
Árbær
Brimver Æskukot
Hulduheimar
Jötunheimar
