Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg

Alþjóðlegi svefndagurinn 13.mars 2020

Góður svefn er ein af okkar miklvægustu grunnþörfum og hefur áhrif á næstum alla aðra þætti í daglegu lífi. Föstudagurinn 13.mars er tileinkaður svefni og vill Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag á þessum degi minna á mikilvægi svefns.   

Mikilvægi góðs svefns hefur verið mikið í umræðun undanfarin ár og ákveðin vakning átt sér stað hjá einstaklingum og fyrirtækjum á góðum áhrifum góðs svefns. 

Hér að neðan er hægt að sjá tíu góð ráð sem hafa bætt áhrif á svefn en ráðin eru tekin saman af Dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi og doktor í líf- og læknavísindum. 

1. Hafðu reglu á svefntímum
Reyndu að fara alltaf á sama tíma í rúmið á kvöldin og á fætur á morgnana, jafnvel þó þú hafir sofnað seint eða sofið lítið nóttina áður.

2. Stundaðu reglubundna hreyfingu
Reglubundin hreyfing eykur svefngæði. Forðast skal þó mikla hreyfingu skemur en tveimur tímum fyrir háttatíma.

3. Borðaðu holla og fjölbreytta fæðu og hafðu reglu á máltíðum
Hungur getur truflað svefninn og því getur létt snarl á kvöldin verið skynsamlegt. Forðast skal þó þungar máltíðir rétt fyrir svefninn.

4. Neyttu koffeins í hófi
Ef þú átt erfitt með svefn er æskilegt að sleppa kaffidrykkju eftir klukkan 14.00 á daginn og að forðast einnig aðra koffeinneyslu, t.d gos- og orkudrykki.

5. Dragðu úr áfengsneyslu
Áfengisneysla á kvöldin veldur grynnri svefni og auknum líkum á að vakna endurtekið yfir nóttina.

6. Forðastu tölvunotkun og sjónvarpsáhorf klukkustund fyrir svefninn
Ekki er æskilegt að horfa á sjónvarp eða vera í tölvunni alveg fram að háttatíma. Mikilvægt er að koma sér upp rólegri kvöldrútínu og gera líkama og sál tilbúin fyrir svefninn.

7. Ekki reyna að sofna
Ef þú áttt erfitt með að sofna er ekki æskilegt að liggja í rúminu tímunum saman og reyna að sofna. Það gerir vandamálið einungis verra. Farðu frekar framúr og gerðu eitthvað rólegt frammi í skamma stund og farðu svo aftur í rúmið þegar þig syfjar á ný.

8. Notaðu rúmið eingöngu fyrir svefn og kynlíf
Þetta hjálpar líkama og sál að tengja rúmið og svefnherbergið við syfju, ró og svefn.

9. Dragðu úr ljósmagni og hafðu svefnumhverfi svefnvænt
Myrkur stuðlar að framleiðslu melatóníns sem hjálpar okkur að sofna. Því er mikilvægt að draga úr ljósmagni á kvöldin og passa uppá að í svefnherberginu sé vel dimmt og svalt loft.

10. Forðastu að blunda yfir daginn
Þó það geti verið freistandi að halla sér í smá stund á daginn eftir erfiða nótt þá getur blundur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn. Sé þreytan hinsvegar að yfirbuga þig, þá er stuttur orkulúr (minna en hálftími), fyrri part dags ólíklegur til þess að hafa slæm áhrif á nætursvefn

Tiu-god-rad-ad-betri-svefn  (PDF skjal)


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica