Alþjóðlegir sjálfboðaliðar á frístundaheimili Árborgar
Í september komu til landsins fjórir sjálfboðaliðar á vegum Alþjóðateymis Árborgar.
Um er að ræða ungt fólk, þrjár stelpur og einn strákur, frá Þýskaland, Póllandi og Danmörku. Frístundaheimili Árborgar, Bifröst, Bjarkarból, Hólar og Stjörnusteinar, hafa nú þegar tekið vel á móti þeim.

Áður hafa komið í sama tilgangi sjálfboðaliðar frá Danmörku, Lettlandi, Þýskalandi og Írlandi.
Sjálfboðaliðarnir munu dvelja á Íslandi frá september og fram í júní og vinna innan frístundaþjónustunnar, á frístundaheimilum Árborgar, til þess að taka þátt í og kynnast fjölbreyttri starfssemi þeirra.
Af þessu tilefni var móttökufundur föstudaginn 12. september fyrir ungmennin og eins fóru þau í heimsókn á Bókasafn Árborgar Selfossi, þar sem þau fengu bókasafnskort til þess að nýta sér í vetur. Sigurjón bókavörður tók vel á móti þeim.