Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Árborg plokkar

Laugardaginn 25. apríl 2020 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa
sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:
Eyrarbakki: Við sjoppuna.
Stokkseyri: Við sjoppuna.
Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar.
Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði).
Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið.
Leikskólar Árborgar 

Kort með nánari staðsetningar verður kynnt á heimasíðu Árborgar sem og á samfélagsmiðlum.
Eftir 10:00 á laugardag má losa sig við afraksturinn á gámsvæðinu Víkurheiði til klukkan 17:00 og einnig
mánudaginn 27. apríl.

Stóri Plokkdagurinn er haldinn 25. apríl. Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við
framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á
vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. Pokar til að tína rusl í verða aðgengilegir á ofangreindum
stöðum í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í stórsekki á sömu
stöðum ásamt fleiri stöðum sem verða auglýstir á heimasíðu Árborgar og á samfélagsmiðlum. Sekkirnir
verða fjarlægðir kl. 13:00 og eftir það má losna við pokana á gámasvæðinu við Víkurheiði, sem er opið
frá kl. 10-17. Einnig verður hægt að skila af sér plokki endurgjaldslaust á gámasvæðinu við Víkurheiði
mánudaginn 27. apríl nk.

Sjá má á meðfylgjandi korti þær götur á Selfossi þar sem plokkarar geta skilið eftir afrakstur plokksins í sekkjum og munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árborgar keyra um hirða upp á laugardaginn. Einnig má skilja afraksturinn eftir á bílastæðum grunn- og leikskóla Árborgar.

Sveitarfélagið Árborg

 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica