Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Veitur

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu í Austurbyggð

Samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagisbreytingu fjölbýlisreits í Austurbyggð á Selfossi.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Austurbyggðar á Selfossi sem upphaflega var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 14. mars 2007. Síðan hafa verið gerðar nokkrar breytingar og sú síðasta var deiliskipulagsbreyting sem náði til leikskólalóðar óg fjölbýlishúsalóða og var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 20 nóvbember 2019.

Eftirfarandi er breyting á sama reit innan deiliskipulagsins, nema leikskólalóð helst óbreytt. Ný breyting nær til allara fjölbýlishúsalóða við Austurhóla og Engjaland. Athygli er vakin á því að lóðir fá ný heiti og númer, þ.e. Austurhólar 2 - 10 og Engjaland 2 - 4, í stað Engjalands 2 - 16 áður.

Fjölbýlishúsalóðum fækkar um eina og verða því sjö talsins. Aðkoma að lóðonum breytist og er gert ráð fyrir aðkomu að reitnum frá Austurhólum, Engjalandi og Akralandi.

Teikning ásamt greinargerð og skilmálum vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með miðvikudeginum 13. maí 2019 til miðvikudagsins 24. júní 2020. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 24. júní 2020 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Austurbyggð - Deiliskipulagsbreyting fjölbýlishús

Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica