Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg
Heildar endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að kynnt verði skipulags- og matslýsing fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og matslýsingin er kynnt fyrir íbúum Sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Tilgangur með gerð skipulags- og matslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa bæjarstjórn og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum.
Í lýsinguni er meðal annars sagt frá aðdraganda og tilgangi skipulagsgerðarinnar, áherslum bæjarstjórnar við gerð skipulagsins, helstu viðfangsefnum og meginmarkmiðum skipulagstillögunnar.
Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum endurskoðunar aðalskipulagsins og komandi skipulagsvinnu.
Lýsing liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8:00 - 15:00.
Endurskoðun Aðalskipulags Árborgar. Skipulags- og matskýrsla
Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið: bardur@arborg.is fyrir 16. mars 2020.
Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson | skipulags- og byggingarfulltrúi