Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


28. janúar 2020

Auglýst eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið á Stokkseyri

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir rekstraraðila að tjaldsvæðinu á Stokkseyri. 

Hlutverk rekstraraðila er að hafa umsjón með tjaldsvæðinu, þ.m.t. umgengni, annast þrif aðstöðuhúsa og hreinsa rusl. Rekstraraðili leggur til áhöld og efni til þrifa, sápur og pappír. Opnunartími er auglýstur frá 1. maí til 1. október. Rekstraraðili innheimtir gjald fyrir notkun svæðisins og rennur gjaldið til hans. Aðstaða á tjaldsvæðinu hefur verið bætt á undanförnum árum og er tjaldsvæðið aðili að Útilegukortinu.

Leitað er að duglegum og drífandi rekstraraðila sem hefur ríka þjónustulund, er snyrtilegur í umgengni og hefur áhuga á að efla ferðaþjónustu á svæðinu.

Í umsókn komi fram nafn og kt. rekstraraðila, upplýsingar um fyrri störf og lýsing á því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Umsækjendur skili umsókn í Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið bragi@arborg.is eigi síðar en þriðjudaginn 18. febrúar 2020.

Sveitarfélagið Árborg


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Akcja czytania

Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Lestar­á­takið Tími til að lesa: Stefna að nýju heims­meti í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica