Bæjarhátíðin Kótelettan 15 ára
Um helgina fór fram Kótelettan BBQ Festival í fimmtánda sinn á Selfossi. Hátíðin fagnaði því 15 ára afmæli sínu, en hún var fyrst haldin árið 2009.
Bakvið hátíðina stendur öflug fjölskylda en það eru þau Anna Stella Eyþórsdóttir og Einar Björnsson ásamt börnum sínum Kareni Lind, Einari Bjarka og Jóni Daða. Þau hafa byggt upp eina stærstu bæjarhátíð landsins og um leið skapað möguleika á nýjum fjáröflunum fyrir félagasamtök í sveitarfélaginu.
Fjöldi fólks heimsótti hátíðina á Selfossi um helgina sem byrjaði með glæsilegum fjölskyldutónleikum á fimmtudagskvöldinu. Veðrið lék við gesti hátíðarinnar í Sigtúnsgarði og á tónlistahátíðinni sem fram fór á kvöldin.
Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar færði fjölskyldunni blómvönd í tilefni afmælisins með þökkum frá íbúum fyrir frábæra hátíð.