Bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi frestað
Ákveðið hefur verið í ljósi sóttvarnatakmarkana að fresta bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi sem halda átti dagana 5-7.ágúst nk. Götuhlaupinu "Brúarhlaupið" og fótboltamótinu "ÓB-mótið" sem áttu að fara fram sömu helgina hefur einnig verið frestað.
Framkvæmdaaðilar Sumars á Selfossi eru að skoða hvort það verði möguleiki að halda bæjarhátíðina síðar í ágúst eða byrjun september og verða gefnar út nánari upplýsingar um miðjan ágúst.
Hefð hefur verið fyrir því á hátíðinni að hvert hverfi á Selfossi skreyti í ákveðinum lit og hefur mikill metnaður verið í mörgum götum að skreyta í sínum lit. lMyndin að neðan sýnir hvernig litirnir skiptast milli hverfa á Selfossi en nýjir litir hafa bæst við með uppbyggingu nýrra hverfa.

