Bilun í umferðarljósum
Bilun í umferðarljósum á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar.
Vegna veðurs verður ekki hægt að gera við ljósin fyrr en á mánudag þar sem komast þarf í viðkvæman búnað inn í ljósunum. Á meðan munu ljósin blikka til að gera ökumönnum viðvart um að ekki sé allt með felldu. Ökumenn og gangandi eru beðnir að sýna varkárni við umrædd gatnamót.