Blésu jólaanda til þjónustunotenda
Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.
Tónlistarskólinn kemur reglulega í heimsókn og hafa þessir viðburðir fest sig í sessi sem kærkomið uppbrot og eru ánægjulegar stundir fyrir öll sem njóta þeirra.
