Borgað þegar hent er | Gámasvæði Árborgar
Breytingar verða á greiðslum fyrir komu með úrgang á Gámasvæði Árborgar frá og með 1. júlí.
Frá þeim tíma þurfa allir sem nota gámasvæðið að greiða við komu fyrir gjaldskyldan úrgang sem þeir þurfa að afsetja. Notkun á klippikorti er hætt frá sama tíma.
Markmiðið með breytingunni „borgað þegar hent er“ er að neytendur séu meðvitaðir um að það, að vera með úrgang felur í sér ábyrgð á því að greiða fyrir afsetningu hans. Eftir því sem neytendur eru betur meðvitaðir um að nýta þær leiðir sem til eru til að koma hlutum og öðrum úrgangi í endurnýtanlegt form t.d. með því að gefa nýtanlega hluti áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda að þá er hægt að lágmarka þann kostnað sem hlýst að því að losa sig við hluti.
Eftirtaldir flokkar eru ekki gjaldskyldir, bylgjupappír, plastumbúðir, heyrúlluplast, raftæki og spilliefni. Lágmarksgjald er 700 krónur og er tekið við greiðslum í posa eða að fyrirtæki eru í reikning.
Hvað kostar að losa hvern losunarflokk?
Gjaldskrá
Þetta þýðir sem dæmi að ef komið er með 50. kg af grasi er greitt lágmarksgjald, 700 kr. Gjaldið á kíló fyrir gras er 13. kr/kg og þegar magnið er orðið meira en 54 kg er greitt eftir vigt.
Annað dæmi er að ef komið er með 50. kg af blönduðum úrgangi, gras, möl, timbur og húsgögn þá kostar það 50 x 68 = 3.400 kr.
Fyrirtæki greiða alltaf lágmarksgjald við komu á Gámasvæðið og gildir það fyrir alla bíla merkta fyrirtækum og þá sem eru á rauðum númerum. Þetta skýrist af því að fyrirtæki taka ekki á neitt hátt þátt í kostnaði við rekstur gámasvæðisins á meðan heimili greiða ákveðin fastan kostnað af sorphirðu í Árborg. Það á þó ekki við um úrgang sem ber úrvinnslugjald sem stendur undir kostnaði við meðhöndlun.
Samfélagsleg ábyrgð okkar allra er sú að ganga vel um okkar umhverfi, lágmarka úrgang og sýna ábyrga hegðun þegar við þurfum að losa okkur við þá hluti sem við þurfum ekki lengur á að halda. Stöndum öll saman í því til góðra verka.