13. janúar 2020

Börn sótt fyrr vegna væntanlegs óveðurs

 Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá kl. 15:00 í dag en það merkir lélegt skyggni og ekkert ferðaveður. Einnig er hætta á foktjóni. Sjá nánar á veður.is. Því er mælst til að foreldrar barna í leikskólum og á frístundaheimilum Árborgar sæki börn sín eigi síðar en kl. 14:30.

Íþróttamannvirki verða þó opin en foreldrum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá þjálfurum. Frístundaakstur milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss hættir kl. 15 en reynt verður að halda frístundaakstri innan Selfoss samkvæmt áætlun. 


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. janúar 2020 : Mat á umhverfisáhrifum

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið. 

Lögð hefur verið fram frummatsskýrslu fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

 

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Jólagluggi Árborgar - Vinningshafar 2019

Heppnir Þáttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2019. Fjöldi barna tóku þátt en dregnir voru út þrír vinningshafar sem fengu afhenta vinninga frá Gísla Halldóri Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar.

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2020

Hin árlega ferðasýning/kaupstefna Mannamót var haldin í gær fimmtudag í Kórnum, Kópavogi. Fjöldi fyrirtækja frá öllum landshlutum voru skráð til þátttöku í ár þar á meðal fyrirtæki frá Árborg og Flóahreppi sem kynntu starfsemi sína.

Sjá nánar

16. janúar 2020 : Framvinda fjölnota íþróttahússins á Selfossi

Í gær miðvikudaginn 15.01 var ákveðnum áfanga náð í byggingu á fjölnota íþróttahúsinu á Selfossi þegar fyrsta steypa fór fram.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica