Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Áhaldahús

Breytt setning vinnuskóla Árborgar 2020

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður unnið við ýmiskonar umhverfis- og viðhaldsverkefni. 

Vinnuskólinn hefur lengi verið stór vinnustaður og fer stækkandi með ári hverju.
Þetta árið var met aðsókn og hefja rúmlega 300 unglingar störf. Verkstjórar, flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar eru um 50 talsins. Starfssvæði Vinnuskólans nær yfir Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka. Svæðunum er skipt niður og hver hópur fær sitt svæði til þess að sjá um. 

Mikil áhersla er lögð á traust umhverfi, leiðsögn og fræðslu ásamt því að hafa gaman.

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning. Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir vinnuskóla sem farið verður eftir. 

Setning vinnuskólans sem jafnan fer fram nokkrum dögum fyrir fyrsta vinnudag fellur niður vegna fjöldatakmarkanna.
Í staðin verður skrifstofa vinnuskólans opin föstudaginn 5. Júní milli klukkan 13:30 - 15:30. 
Þar gefst foreldrum og unglingum kostur á að mæta og tala við vinnuskólastjóra og fleiri starfsmenn. 

Einnig verður síminn opinn þennan sama tíma. Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband á þessum tíma ef einhverjar spurningar eru. 

Nánar um Vinnuskóla Árborgar, hópa- og svæðisskiptingu 2020


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica