Byggðasafn Árnesinga | Lokahóf
Sunnudaginn 29. september kl. 15 - 17 verður lokahóf sýningarinnar Konurnar á Eyrarbakka sem verið hefur í borðstofu Hússins á Eyrarbakka í sumar og vakið verðskuldaða athygli.
Sýningin byggir á samnefndri viðtalsbók eftir Jónínu Óskarsdóttur sem kom út síðasta vetur og fjallar um hversdagslíf og afrek 38 kvenna, mæðra þeirra og formæðra.
Sýningin var gerð af Lindu Ásdísardóttur safnverði og Jónínu Óskarsdóttur
Í lokahófinu verður boðið upp á söng Jónínu Eirnýjar Sigurðardóttur, lestur í bolla, afleggjaraskipti, fróðleiksmola, kaffi og kruðerí, - og Jónína Óskarsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna.
Öll velkomin og ókeypis á viðburðinn
ljósmynd: Helga Jónsdóttir í Frambæjarhúsi og óþekkt vinkona hennar