Dekur og afslöppun í fyrirrúmi hjá Árblik og Vinaminni
Starfsfólk dagþjálfunar og dagdvalar í Árborg hefur gefið úrræðunum andlitslyftingu og leggja enn meiri áherslu að skapa öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir notendur.
Eftir góðan skipulagsdag hafa þau breytt aðstöðunni og endurskipulagt starfið með það í huga að fleira sé í boði fyrir notendur en sömuleiðis er markmiðið að skapa aukið rými fyrir gæðastundir milli starfsfólks og þjónustunotenda.
Endurbreytt aðstaðan opnar á möguleika fyrir kvenna- og karlaklúbb, minningahópa, heilaleikfimi og skemmtilega leiki. Sett var upp rými sem er hugsað fyrir dekur og afslöppun, þar er rúm, tveir hægindastólar og tvö fótanuddtæki. Hugmyndin er að rýmið verði sömuleiðis nýtt til skynörvunar.
Það er fallegt um að litast eftir endurbætur bæði í Árbliki og Vinavinni og augljóst að starfsfólki er umhugað um jákvæða upplifun notenda sinna.



