Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Drög að nýrri umhverfisstefnu fyrir Árborg

Fyrir umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar liggja nýjustu drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins sem hefur verið til vinnslu í nefndinni í samstarfi við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing.

Nefndin hefur ákveðið að kynna umhverfisstefnuna fyrir íbúum Árborgar á heimasíðu sveitarfélagsins og gefa íbúum færi á að koma með athugasemdir og ábendingar til umhverfisnefndar á netfangið mannvirkja.umhverfissvid@arborg.is.

Nefndin hefur einnig ákveðið að auglýsa eftir ábendingum og athugasemdum íbúa í héraðsfréttamiðlum, sem og á vefnum sunnlenska.is. Frestur til að koma með athugasemdir og ábendingar rennur út 4. maí nk. Umhverfisnefnd mun síðan taka ábendingar og athugasemdir sem berast nefndinni fyrir á næsta fundi sínum þann 6. maí, áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Drög að umhverfisstefnu Árborgar


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica