Elín og Bjarni á Bókakaffinu fengu menningarviðurkenningu Svf. Árborgar 2021
Þriðjudaginn 14. desember sl. afhentu fulltrúar frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Það voru hjónin Bjarni Harðarsons og Elín Gunnlaugsdóttir, eigendur Bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar sem fengu viðurkenninguna þetta árið.
Bjarni og Elín hafa komið að menningarlífinu á svæðinu í fjölda ára með fjölbreyttum hætti. Þau stofnuðu bóka- og blaðaútgáfu árið 2001 þar sem bæði voru gefnar út bækur og fréttablaðið Sunnlenska. Fréttablaðið var selt árið 2008 en bókaútgáfan hefur vaxið ár frá ári og eru nú gefnir út um 30 bókatitlar á ári.
Bókakaffið var stofnað árið 2006 og hefur verið rekið með myndarbrag öll árin að Austurvegi 22 á Selfossi. Netverslun hófst árið 2010 sem hefur vaxið mikið undanfarin ár. Árið 2020 opnuðu hjónin síðan útibú í Reykjavík þar sem gestir geta fengi kaffi og keypt nýjar og notaðar bækur líkt og á Selfossi.
Bjarni hefur sjálfur skrifað ófáar bækur og má sjá ritskránna hans hér að neðan:
- Landið, fólkið og þjóðtrúin. Þjóðfræðirit. 2001
- Farsældar Frón. Greinasafn. 2008
- Svo skal dansa. Skáldsaga. 2009
- Sigurðar saga fóts. Skáldsaga. 2010
- Mensalder. Skáldsaga. 2012
- Mörður. Skáldsaga. 2014
- Króníka úr Biskupstungum. Sagnaþáttur. 2014
- Í skugga drottins. Skáldsaga. 2017
- Í Gullhreppum. Skáldsaga. 2018
- Síðustu dagar Skálholts. Skáldsaga. 2020
Elín sinnir auk rekstri Bókakaffisins kennslu við Listaháskóla Íslands, semur tónverk og syngur sjálf. Tónverk sem Elín hefur samir eru eftirfarandi:
- Barnaballettinn Englajól (2010/2012)
- Söngleikurinn Björt í sumarhúsi (2015)
- Tónleikhúsið Nú get ég (2018) við texta eftir Þórarinn Eldjárn
- Tónlistarævintýrið Drekinn innra með mér (2018) fyrir sögumann og sinfóníuhljómsveit við texta eftir Lailu Arnþórdóttur
Það voru þau Guðbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Kjartan Björnsson og Karolina Zoch sem afhentu Bjarna og Elínu viðurkenninguna en með þeim á myndinni er Anna Björk Eyvindsdóttir, verslunarstjóri Bókakaffisins á Selfossi.