Endurskoðun á eigna- og tekjuviðmiðum 2025
Velferðarþjónusta Árborgar endurskoðar eigna- og tekjuviðmið í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Velferðarþjónusta Árborgar hefur farið í endurskoðun á eigna- og tekjuviðmiðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Markmið breytinganna er að tryggja að stuðningurinn nýtist betur þeim íbúum sem þurfa á aðstoð að halda vegna húsnæðiskostnaðar.
Breytingarnar taka gildi frá og með 05.02.2025 og eru íbúar hvattir til að kynna sér nýju reglurnar á heimasíðu Árborgar eða hafa samband við Velferðarþjónustuna til að fá frekari upplýsingar.