Endurútreikningur afsláttar af fasteignaskatti
Í kjölfar álagningar skattsins í júní ár hvert er afsláttur af fasteignaskatti endurreiknaður miðað við skattframtal ársins á undan og er honum nú lokið.
Við álagningu fasteignagjalda í upphafi árs var afsláttur reiknaður miðað við skattframtal 2023 og er því afsláttur að breytast hjá einhverjum greiðendum til hækkunar eða lækkunar á greiðslum þegar afslátturinn er uppfærður miðað við skattframtal ársins 2024.
Í töflu að neðan má sjá tekjuviðmið sveitarfélagsins vegna afsláttar fyrir elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti fyrir árið 2025. Þeir íbúar sem þetta nær til fá breytingu á álagningarseðli sendan í gegnum www.island.is.
Tekjuviðmið / Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisfélaga af fasteignaskatti 2025:
Afsláttur | Einstaklingar | Hjón/sambúðarfólk |
100% afsláttur ef tekjur eru allt að | kr. 6.060.000 | kr. 8.030.000 |
75% afsláttur ef tekjur eru allt að | kr. 6.790.000 | kr. 9.140.000 |
50% afsláttur ef tekjur eru allt að | kr. 7.500.000 | kr. 10.250.000 |
25% afsláttur ef tekjur eru allt að | kr. 8.205.000 | kr. 11.360.000 |