Endurútrreikingur afsláttar af fasteignaskatti og fráveitugjaldi
Afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi er endurreiknaður miðað við skattframtal ársins á undan. Við álagningu fasteignagjalda í upphafi árs var afsláttur reiknaður miðað við skattframtal 2022 og er því afsláttur að breytast hjá einhverjum greiðendum
Endurútrreikingur afsláttar af fasteignaskatti og fráveitugjaldi Í kjölfar álagningar skattsins í júní ár hvert er afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi endurreiknaður miðað við skattframtal ársins á undan. Við álagningu fasteignagjalda í upphafi árs var afsláttur reiknaður miðað við skattframtal 2022 og er því afsláttur að breytast hjá einhverjum greiðendum til hækkunar eða lækkunar á greiðslum þegar afslátturinn er uppfærður miðað við skattframtal ársins 2023. Í töflu að neðan má sjá tekjuviðmið sveitarfélagsins vegna afsláttar fyrir elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2024. Áhrif endurútreikninganna ná til um 500 íbúa sem falla undir afsláttarviðmiðin og er hluti þeirra að fá auknar greiðslur og aðrir aukin afslátt. Sveitarfélagið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem endurútreikningarnir kunna að skapa en allir íbúar sem þeir ná til ættu að hafa fengið nýjan álagningarseðil sendan í gegnum www.island.is
Tekjuviðmið / Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisfélaga af fasteignaskatti og fráveitugjaldi 2024
Tekjur einstaklinga | Lækkun | Tekjur hjóna | Lækkun | ||
---|---|---|---|---|---|
Allt að | 5.730.000 | 100% | Allt að | 7.590.000 | 100% |
Allt að | 6.420.000 | 75% | Allt að | 8.640.000 | 75% |
Allt að | 7.090.000 | 50% | Allt að | 9.690.000 | 50% |
Allt að | 7.755.000 | 25% | Allt að | 10.740.000 | 25% |