Eyrarbakki bætist í hóp þeirra bæja og þorpa sem minnast Vesturfara
Vel lukkuð vígsluathöfn við Húsið á Eyrarbakka síðasta föstudag
Í síðsumarsblíðu á liðnum föstudegi var minningarbekkur um Vesturfara vígður í garði Hússins.
Hópur Vestur - Íslendinga á vegum félagsins Icelandic Roots heimsótti Eyrarbakka af þessu tilefni ásamt fleiri gestum. Sunna Olafson Furstenau forseti Icelandic Roots og Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar héldu tölu og afhjúpuðu bekkinn. Eyrarbakki hefur þá núna bæst í hóp þeirra bæja og þorpa sem minnast Vesturfara.
Á árunum 1854 - 914 er talið að um 17.500 manns hafi yfirgefið Ísland í leit að nýju lífi, þar af lögðu mörg hundruð manns upp frá Eyrarbakkahöfn.