Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan 13.- 17.október & Zelsíus býður í heimsókn
Vikan hefur það að markmiði að kynna og varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsinu fyrir börn og ungmenni.
Starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í eðli sínu forvarnastarf og ætlað að styðja við félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði ungs fólks.
Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í öruggu umhverfi með fagfólki hefur mikilvægt forvarnargildi og eykur líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun.

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin á öllu landinu fyrir tilstilli Samfés samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, þau fagna 40 ára afmæli á árinu.
Félagsmiðstöðin Zelsíuz býður foreldrum og forsjáraðilum í heimsókn!
Fyrir 5.-7.bekk
Sunnulækjarskóla mánudaginn 13.október 17-18:30
Þriðjudaginn 14.október í gamla skólanum á Stokkseyri 17-18:30
Miðvikudaginn 15.október í Austurrými í Vallaskóla 17-18:30
Fimmtudaginn 16.október í Stekkjaskóla 17-18:30