Fjölmargir mættu keppendum til heiðurs
Vel var tekið á móti keppendum á heimsleikunum Special Olympics í miðbæ Selfoss.
Íþróttafélagið Suðuri var með fimm keppendur sem kepptu fyrir hönd íslands á heimsleikunum Special Olympics sem voru haldnir í Berlín sem voru frá 17. júní til 25. júní.
María Sigurjónsdóttir vann 2 gull og 2 silfur í sínum þyngdarflokki í lyftingum, Katla Sif Ægisdóttir vann gull bringusundi, Birgir Örn Viðarsson vann silfur í sínum riðli í boccia, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir vann gull í golfi og Sigurjón Ægir Ólafsson lenti í 4 - 5 sæti í lyftingum.
Móttaka var þeim til heiðurs þegar þau komu yfir brúnna og var þeim svo afhent gjöf frá sveitarfélaginu Árborg fyrir frábæran árangur. Fjölmargir lögðu leið sína í miðbæinn og skapaðist góð stemming í móttökunni.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í móttökunni ásamt fjölmörgum góðum gestum og stuðningsmönnum.
Á myndinni eru keppendur ásamt þjálfa og farastjóra, Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri, Bragi Bjarnason formaður bæjarráðs og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.