Fjölskylduaðventuganga í blíðskaparveðri
Síðastliðinn laugardag bauð Ferðafélag barnanna á Suðurland í samvinnu við Árborg, Heilsueflandi samfélag, til aðventugöngu í Hellisskógi.
Markmiðið með aðventugöngunni var að hreyfa sig saman úti í náttúrunni og skapa ljúfar samverustundir. Við þökkum öllum sem tóku þátt og hvetjum um leið foreldra og börn að fara og upplifa ævintýri í Hellisskógi.
Gengu foreldrar og börn saman frá bílastæðinu við aðalinngang að Stórahelli. Þegar að þar var komið tóku Fossbúar vel á móti göngugörpum og buðu upp á rjúkandi heitt kakó.
Við hellinn birtist sjálfur Skyrgámur í fylgd mætra manna og tóku allir vel á móti þeim. Skemmti hann gestum með fjörugri framkomu og söng þar sem gestir, stórir og smáir, tóku vel undir. Skyrgámur aðstoðaði einnig við að „opna“ jólaglugga sveitarfélagsins sem staðsettur í sjálfum Stórahelli.
Við þökkum Auðlindinni kærlega fyrir aðstoðina við að fegra jólagluggann okkar í ár!