Flottasta strætóskýli landsins á nýjum stað á Stokkseyri
Bæjarráði barst áskorun um að setja upp strætóskýli á Stokkseyri fyrir farþega. Mannvirkja- og umhverfissviði áskotnaðist skýli sem nú er búið að lagfæra og færa í stílinn ásamt því að setja upp á þeim stað sem íbúar lögðu til í gegnum „Betri Árborg“.
Strætóskýlið er staðsett við hlið húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, á Stokkseyri. Það er málað fallega blátt og er mögulega flottasta strætóskýli landsins en hér er á ferð uppgert skýli frá Reykjavík í gömlum stíl sem fellur einstaklega vel inn í umhverfi eldri húsa á Stokkseyri.
Strætóskýlið er liður í að efla almenningssamgöngur í Árborg og verður þetta fallega skýli vonandi vel nýtt. Til stendur að bæta við álíka skýli á Eyrarbakka á komandi misserum.

