Frá jólaæfingu Heilsuefling 60+
Það var sannkölluð jólagleði í höllinni í gær þegar Heilsuefling 60+ mætti á jólaæfingu.
Í nýja íþróttahúsinu við Selfossvöll var búið að setja upp ratleik þar sem eldri borgara áttu að leysa ýmiskonar verkefni sem þau og gerðu með glæsibrag!
Gaman er að segja frá því að á sama tíma voru nokkrir dagforeldrar með börn í höllinni, svo þar mættust yngsta og elsta kynslóðin okkar í Árborg. Börn frá leikskólanum Hulduheimar voru einnig mætt í nýja íþróttahúsið til hreyfa sig.
Það er gaman að sjá hvað nýja íþróttamannvirkið nýtist vel fyrir unga sem aldna!