Lokanir vegna framkvæmda við Eyraveg
Ráðist verður í framkvæmdir við stækkun á flutningslögnum Selfossveitna eftir páska.
Áætlað er að byrja 22. apríl á því að skipta út lögnum við gatnamót Kirkjuvegar og Eyravegar og halda svo áfram í áföngum fram yfir Fossveg. Framkvæmdinni er skipt upp í 6 verkáfanga þar til að minnka áhrifasvæði framkvæmdanna.
Dagana 22. apríl til 6. maí má búast við lokun á Kirkjuvegi við Eyraveg 8 þar sem fyrsti áfangi verður unninn. Framkvæmdir við aðra áfanga verða auglýstir síðar.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar þar sem íbúum og fyrirtækjum verður boðið að koma og fá kynningu á verkinu.