Framkvæmdir við miðeyju á Austurvegi
Vegagerðin í samvinnu við Svf. Árborg vinnur að úrbótum á umferðaröryggi á Austurvegi frá Sigtúni að Tryggvagötu.
Mikill umferðarþungi er á svæðinu frá Sigtúni að Tryggvagötu og á að setja upp girðingu í miðeyjuna til að beina gangandi fólki að gangbrautum til að tryggja öryggi þess.
Aðgerðin felur í sér að núverandi aspir og lággróður er fjarlægður. Eyjan verður steypt og sett upp girðing frá Sigtúni að Tryggvagötu. Sett verða ný reynitré í staðinn fyrir aspirnar og einnig verða settir blómakassar á girðinguna með svipuðum hætti og er við Tryggvatorg að Sigtuni í dag.