Framkvæmdum lokið við Lyngheiði
Nú í vikunni voru gangstéttar í Lyngheiði malbikaðar og er framkvæmdum við endurgerð götunnar því lokið.
Íbúum götunnar ber að þakka þolinmæði og einstaklega lipur samskipti á framkvæmdartíma sem dróst töluvert vegna óviðráðanlegra orsaka.
Í framhaldinu kemur svo hinn marg téði götusópari sem reyndi að koma í vor og setur punktinn yfir i-ið...



