Fréttatilkynning frá Fjölskyldusviði | heimsendur matur
Frá 4. janúar 2021 verður í boði heimsendur matur fyrir eldri borgara hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Veisluþjónusta Suðurlands mun sjá um framleiðslu og heimsendingu.
Hægt er að panta mat í netfangið matur@arborg.is.
Við pöntun þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilsfang og fjöldi skammta á viku.
Heimsending til þjónustuþega er að hámarki þrjá daga vikunnar.
Matarsendingar eru niðurgreiddar fyrir eldri borgara og kostar hver skammtur 950 kr. með heimkeyrslu.
