Fréttatilkynning vegna breytinga skuldfærslna á kreditkort
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður ekki hægt að skuldfæra kreditkort vegna reikninga frá Sveitarfélagið Árborg og Selfossveitum vegna breytinga hjá hýsingaraðila.
Breytingar gera það að verkum að ekki er hægt að taka á móti nýjum kreditkortum og kort sem þegar eru inn í kerfinu skuldfærast ekki.
Sveitarfélagið hafði tekið ákvörðun um að hætta að skuldfæra á kreditkort frá og með næsta hausti, en vegna framangreinds tekur sú ákvörðun gildi nú þegar. Þær breytingar eru vegna hagræðingar í rekstri, þar sem sveitarfélagið greiðir kostnað vegna skuldfærslna á kreditkort.
Greiðsluseðlar verða því framvegis sendir í viðkomandi viðskiptabanka.