Frisbígolfvöllurinn á Selfossi endurgerður
Síðast liðnar vikur hefur frisbígolfvöllurinn við Gesthús á Selfossi verið í endurgerð og m.a. hefur upphafsstaðurinn verið færður að sleðabrekkunni við Stóra hól.
Frisbígolfvöllurinn á Selfossi er 18 holur og samhliða endurgerðinni hefur verið bætt við upphafsteigum með gervigrasi, nýjar teigamerkingar og nýtt kort af brautinni kemur upp á næstu dögum. Framkvæmdum við völlinn er ekki lokið en hann er þó opin öllum til að spila.
Aðgengi að vellinum er gott og er hægt að leggja á malarsvæði fyrir neðan Stórahól en upphafsstað má sjá á meðfylgjandi mynd merkt með rauðu.