Frístundabíll - breytt tímatafla 15.desember
Gefin hefur verið út ný tímatafla fyrir frístundabílinn á Selfossi sem gildir frá miðvikudeginum 15.desember.
Reynt er að aðlaga tímatöfluna að þeim ábendingum sem hafa komið síðastliðnar vikur. Það er mjög ánægjulegt hvað þjónustan er vel nýtt en um leið áskorun þar sem frístundabíllinn hefur verið að fyllast á ákveðnum tímum.
Ný tímatafla nær vonandi að leysa úr hluta af því svo öll börn komist í sitt skipulagða íþrótta- og frístundastarf. Nánari upplýsingar má finna í hlekknum að neðan sem og tímatöfluna. Allar ábendingar má senda á bragi@arborg.is.