Frístundaheimilið Bifröst lánar húsnæði sitt
Á morgun fimmtudag byrjar frístundaheimilið Bifröst aftur að lána húsnæði sitt undir samverustundir barna á leikskólaaldri í Árborg sem ekki eru komin með vistun í leikskóla eða pláss hjá dagmömmu.
Hittingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 9 - 11 í vetur.
Bifröst frístundaheimili hafa verið öflug síðasta árið í að styðja við foreldra, ömmur, afa eða aðra umönnunaraðila í Árborg sem eru heima með lítil börn. Þau halda því áfram í vetur og bjóða öll með börn í kringum 1 árs aldurinn hjartanlega velkomin til að nýta húsnæði þeirra. Tryggvagötu 23 á Selfossi.
Hér er hægt að skrá sig í Facebook hóp til að melda sig í hittingana: Krakkahittingur Bifröst Árborg | Facebook