Frístundamessa 6. september næstkomandi
Laugardaginn 6. september næstkomandi verður haldin frístundamessa fyrir íbúa Árborgar þar sem meðal annars verða kynntar frístundir og félagsstarf fyrir fullorðna.
Ef þú ert í forsvari fyrir frístundir/félagsstarf fyrir fullorðna sem eru í boði hér í sveitarfélaginu (t.d. íþróttastarf, listir, menning, kórar) þá langar okkur að biðja ykkur sem standið fyrir starfi af því tagi og viljið taka þátt að láta okkur vita.
Ábendingar þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 27. ágúst á bylgjas@arborg.is Fram þarf að koma hvaða starf er í boði og ábyrgðaraðili starfsins.