Fundarboð
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2002020 - Samþykkt fyrir almannavarnanefnd Árnessýslu
Samþykktir fyrir Almannavarnanefnd Árnessýslu sem samþykktar voru í Héraðsnefnd Árnesinga þann 15. október 2019.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar.
2. 1910064 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Heiðarvegur 1
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl. liður 1. Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir 4, íbúða fjölbýlishúsi að Heiðarvegi 1 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt
3. 1903287 - Umsókn um stækkun á byggingareit - Sílalækur 15
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 4. Umsókn um stækkun á byggingareit að Sílalæk 15, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að hafna erindinu.
4. 2001206 - Deiliskipulagstillaga - Móavegur 4
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 5.
Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Móavegi 4 Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
5. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 6.Tillaga að skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingu á Árbakkalandi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
6. 2001295 - Deiliskipulagstillaga
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 7. Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Hellislandi svæði 36 Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum
7. 1902108 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024
Lagt er til að Húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024 verði samþykkt í bæjarstjórn.
8. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 12. fundi félagsmálanefndar, frá 12. janúar sl., liður 3.
Reglur um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.
9. 2001419 - Beiðni um fjölgun stöðugilda þjónustufulltrúa
Erindi frá 62. fundi bæjarráðs, frá 6. febrúar sl., liður 6. Beiðni frá sviðstjóra fjölskyldusviðs, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir fjölgun stöðugilda á fjölskyldisviði v/þjónustufulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir að fjármálastjóri útbúi viðauka vegna málsins og leggi fyrir bæjarstjórn.
10. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
Viðauki nr. 1 2020.
11. 2002109 - Lántökur 2020 - Sveitarfélagið Árborg
12. 2002068 - Lántökur 2020 - Selfossveitur
Stjórn Selfossveitna samþykkti á 18. fundi sínum, 12.febrúar sl., að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
13. 2002115 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista - skýrsla Domus Mentis
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista um skýrslu Domus Mentis geðheilsustöðvar um upplifun starfsmanna Fjölskyldusviðs Árborgar á skipulagsbreytingum. Bæjarfulltrúar D-lista óska eftir upplýsingum um, til hvaða ráðstafana meirihlutinn hyggst grípa.
14. 2002111 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - óháð úttekt á embættisfærslum vegna breytinga á Ráðhúsi Árborgar
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista um óháða úttekt á embættisfærslum vegna breytinga á Ráðhúsi Árborgar sem hófust 2019 og standa enn yfir.
Fundargerðir
15. 2001001F - Umhverfisnefnd - 7
7. fundur haldinn 8. janúar.
16. 2001004F - Eigna- og veitunefnd - 16
16. fundur haldinn 8. janúar.
17. 2001003F - Skipulags og byggingarnefnd - 36
36. fundur haldinn 15. janúar.
18. 2001006F - Frístunda- og menningarnefnd - 3
3. fundur haldinn 20. janúar.
19. 2001008F - Bæjarráð - 60
60. fundur haldinn 23. janúar.
20. 2001010F - Fræðslunefnd - 18
18. fundur haldinn 22. janúar.
21. 2001012F - Eigna- og veitunefnd - 17
17. fundur haldinn 22. janúar.
22. 2001015F - Frístunda- og menningarnefnd - 4
4. fundur haldinn 27. janúar.
23. 2001014F - Félagsmálanefnd - 12
12. fundur haldinn 27. janúar.
24. 2001017F - Bæjarráð - 61
61. fundur haldinn 30. janúar.
25. 2001011F - Skipulags og byggingarnefnd - 37
37. fundur haldinn 29. janúar.
26. 2002001F - Bæjarráð - 62
62. fundur haldinn 6. febrúar.
27. 2001018F - Umhverfisnefnd - 8
8. fundur haldinn 5. febrúar.
28. 2002005F - Bæjarráð - 63
63. fundur haldinn 13. febrúar.
