Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 10. júní 2020 Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Dagskrá: 

Almenn erindi 

1. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs. 

2. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020.
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 665/2019 

3. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020.
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 665/2019 

4. 1606089 - Umhverfisstefna.
Tillaga frá 11. fundi umhverfisnefndar, frá 6. maí sl. liður 2. Ábendingar og athugasemdir sem bárust nefndinni frá íbúum Árborgar teknar fyrir í nefndinni áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Formaður umhverfisnefndar leggur til að hann ásamt deildarstjóra framkvæmdaog tæknideildar fari yfir tímasetningar í drögum að umhverfisstefnunni og að tímasetningar í drögunum verði miðaðar við framkvæmdar og fjárfestingaráætlanir Sveitarfélagsins Árborgar. 

Umhverfisnefnd vísar umhverfisstefnunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

5. 2004297 - Framfaravog sveitarfélaganna - úrvinnsla niðurstaðna 2019.
 Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg haldi áfram þátttöku í verkefninu „Framfaravog sveitarfélaga“ út árið 2021 þannig að móta megi markmið og aðgerðaáætlun, vinna með nokkrar vel valdar aðgerðir og fá raunhæfan samanburð milli ára. Markmið verkefnisins er aukin velferð með framúrskarandi þjónustu.
Kostnaður af þátttökunni er kr. 1.800.000- án/vsk. vegna ársins 2020 og leggja undirritaðir til að bæjarstjórn Árborgar samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að tryggja þátttöku Árborgar í verkefninu.
Í meðfylgjandi minnisblaði er greinargerð um tillöguna. 

6. 2006046 - Fundartími bæjarráðs og bæjarstjórnar sumar 2020
Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 19. ágúst næstkomandi.
Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir. 

Fundargerðir 

7. 2005005F - Skipulags og byggingarnefnd - 45
45. fundur haldinn 20. maí. 

8. 2005008F - Fræðslunefnd - 22
22. fundur haldinn 20. maí. 

9. 2005011F - Félagsmálanefnd - 15
15. fundur haldinn 25. maí. 

10. 2005013F - Bæjarráð - 76
76. fundur haldinn 28. maí. 

11. 2006002F - Bæjarráð - 77
77. fundur haldinn 4. júní. 

Gísli Halldór Halldórsson
bæjarstjóri


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica